Fótbolti

Albert misnotaði vítaspyrnu í sigri Jong PSV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Albert í leik með PSV
Albert í leik með PSV vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir varalið PSV í Hollandi í kvöld. Liðið bar sigurorð af Dordrecht, 4-2.

Albert fékk gullið tækifæri til þess að skora á 18. mínútu þegar hann fór á vítapunktinn fyrir Jong PSV, en hann misnotaði spyrnuna.

Þrátt fyrir að Albert hafi misnotað vítið fór Jong PSV í 2-0 forystu inn í leikhléið því Cody Gakpo og Armando Obispo skoruðu fyrir heimamenn.

Nikolai Laursen setti þriðja markið snemma í seinni hálfleik en Denis Mahmudov náði að klóra í bakkann fyrir Dordrecht á 63. mínútu en Donyell Malen kláraði leikinn fyrir Jong PSV á 70. mínútu.

Gestirnir fengu einnig vítaspyrnu í leiknum. Hún kom á 74. mínútu og Jafar Arias skoraði úr spyrnunni og minnkaði muninn í 4-2. Fleiri urðu mörkin þó ekki í leiknum og Jong PSV tók stigin þrjú.

Jong PSV er í fimmta sæti í næstefstu deild í Hollandi með 64 stig eftir 37 af 38 leikjum. Jong Ajax er á toppnum með 76 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×