Enski boltinn

Ancelotti tekur ekki fyrir möguleikann á að stýra Arsenal

Carlo Ancelotti gerði Chelsea að Englands- og bikarmeisturum árið 2010
Carlo Ancelotti gerði Chelsea að Englands- og bikarmeisturum árið 2010 Vísir/Getty
Ítalski knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti vildi ekki taka fyrir það að hann gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Arsenal.

Arsene Wenger, sem hefur stýrt Arsenal frá 1996, tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta með félagið eftir tímabilið. Um leið og tilkynninginn var kunngerð fóru menn strax að velta fyrir sér mögulegum eftirmanni Wenger og meðal þeirra sem er nefndur líklegur er Ítalinn.

Ancelotti hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Bayern München í september en hefur sagt það áður að hann væri til í að taka við öðru liði ef rétta tækifærið kæmi upp.

Þegar Sky Sports leitaðist eftir því við hann hvort hann yrði næsti stjóri Arsenal sagði hann: „Ég skal segja að ég vil halda áfram að vinna, en það veltur á mér og hvort rétta verkefnið komi upp.“

„Þetta er frábær ákvörðun [hjá Wenger að hætta] og ég held að hann hafi sýnt félaginu mikla virðingu og félagið sýndi honum virðingu á móti. Hann hefur gert frábæra hluti með Arsenal og á mikinn heiður skilinn,“ sagði Carlo Ancelotti.


Tengdar fréttir

Snýr Ancelotti aftur til Englands?

Ítalski knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti er undir pressu hjá þýska stórveldinu Bayern Munich eftir ófullnægjandi árangur á síðasta tímabili.

Ancelotti rekinn frá Bayern München

Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×