Enski boltinn

Conte: Léttara fyrir Mourinho

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að José Mourinho hafi átt léttara verk að vinna á sínum tíma hjá Chelsea heldur en hann.

José Mourinho hefur verið stjóri Chelsea tvisvar sinnum, í fyrra skiptið frá árunum 2004-2008 og í seinna skiptið frá 2013-2015 en hann gerði liðið að meisturum tímabilin 2004-2005, 2005-2006 og 2014-2015. Conte segir að það hafi verið erfiðara fyrir hann að verða meistari með liðið á síðustu leiktíð heldur en fyrir Mourinho í þau skipti sem hann hefur gert Chelsea að meisturum.

„Ég gæti gert betur, það er alltaf hugsunarháttur minn. Ég hef unnið 65 af mínum fyrstu 100 leikjum hjá Chelsea á meðan Mourinho vann 72. Við erum auðvitað að tala um frábæran þjálfara.“

„Ekki gleyma því að fyrstu 100 leikir Mourinho með Chelsea voru allir fyrir mörgum árum síðan. Núna í dag er ekki eins létt að ná góðum úrslitum hjá Chelsea.“

„Enska úrvalsdeildin er allt öðruvísi í dag heldur en fyrir fimmtán árum síðan. Það er mikill munur á deildinni þá og núna og þess vegna hefur þetta verið erfiðara fyrir mig heldur en Mourinho.“

„Ég vann titilinn hjá Juventus eftir að hafa lent í sjöunda sæti tvö ár í röð og í fyrra unnum við titilinn eftir að hafa lent í tíunda sæti árið á undan. Síðustu árin hefur Chelsea unnið fullt af bikurum en núna verðum við að sjá að aðstæðurnar eru aðeins öðruvísi,“ sagði Antonio Conte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×