Innlent

Gul viðvörun fyrir Austurland fram á morgun en 10 stiga hiti og heiðskírt í höfuðborginni

Birgir Olgeirsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir morgundaginn.
Spákort Veðurstofunnar fyrir morgundaginn. vedur.is

Búast má við talsverðri úrkomu á Austurlandi með kvöldinu, rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla og því geta aðstæður á vegum orðið varhugaverðar, sérstaklega fyrir þá sem eru á sumardekkjum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands sem hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði.

Að öðru leyti má búast við norðaustan átt, 8 – 15 metrum á sekúndu, hvassast við suðausturströndina og á annesjum norðan til. Rigning eða slydda austan- og norðaustantil á landinu og snjókomu til fjalla, en talsverð úrkoma með kvöldinu.

Úrkomulítið um landið vestanvert. Léttir til sunnan- og vestanlands á morgun. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við ansi góðu veðri á suðvesturlandi en spákortið gerir ráð fyrir tveggja stiga tölu þegar kemur að hita og heiðskírum himni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Bjart með köflum á suðvestanverðu landinu og hiti 5-10 stig, en skýjað og úrkomulítið annars staðar og hiti 0 til 6 stig.

Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir á víð og dreif, en stöku él fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast sunnanlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.