Innlent

Halda upp á 120 ára afmælið sitt í Hvíta húsinu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það er mikil spenna í lofti hjá þeim Herði Björnssyni og Margréti Óskarsdóttur sem ætla að halda upp á sameiginlegt afmæli á morgun í Hvíta húsinu á Selfossi. Hún verður 50 ára og hann 70 ára. Þau búa á Íbúðasambýli í Vallholtinu á Selfossi.

Það var verið að undirbúa afmælið á fullum krafti í dag með því að blása í blöðrur og gera allt klárt fyrir stóradaginn á morgun, þá verður Margrét 50 ára en Hörður verður 70 ára 5. maí. Bæði hafa þau búið til marga ára á sambýlinu og fer einstaklega vel um þau í íbúðunum þeirra. Hörður spilar m.a. á hljómborð með annarri hendinni og fer létt með.

Margrét spilar líka en þar er hún á heimavelli þegar gítarinn er annars vegar og auðvitað syngur hún með.

Hörður er mikill áhugamaður um bíla enda keypti hann sér nýlega bíl þó hann geti ekki keyrt sjálfur enda sjónin hans slæm. Magga Bára, starfsmaður sambýlisins keyrir bílinn þegar þau fara saman út á rúntinn, senda segist Hörður vera með einkabílstjóra eins og forseti Íslands um leið og hann skellihlær.

Þegar þau voru spurð hvað þeim langaði helst í afmælisgjöf stóð ekki á svörunum. Herði langar í nýja myndavél og Margréti langar í ný föt því hann finnst svo gaman að vera í fínum fötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×