Innlent

Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda.

Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. 

Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. 

Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á  vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. 

„Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. 

Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. 

Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39

Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K



Fleiri fréttir

Sjá meira


×