Enski boltinn

Chelsea „ekki sama sóknaraflið“ án Giroud

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Olivier Giroud.
Olivier Giroud. vísir/getty
Olivier Giroud á skilið að vera í byrjunarliði Chelsea að mati fyrrum framherja liðsins Chris Sutton.

Chelsea mætir Southampton í undanúrslitum enska bikarsins í dag og telur Sutton að Giroud hafi unnið sér það inn að vera í byrjunarliðinu.

„Það verður áhugavert að sjá hvað Antonio Conte gerir. Eftir mörkin tvö gegn Southampton [í deildinni um síðustu helgi] held ég að hann muni velja Giroud,“ sagði Sutton við goal.com.

„Conte hefur ekki verið viss hvaða framherji sé bestur. Stundum hefur hann valið Alvaro Morata, stundum Giroud eða hvorugan þeirra. Chelsea er ekki sama sóknaraflið án Giroud.“

„Arsenal gerðu mikil mistök í að selja hann og hann mun veita Morata samkeppni, sem er bara gott.“

Leikur Chelsea og Southampton er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 13:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×