Enski boltinn

Þyrfti „eitthvað stórkostlegt“ til að freista Rodgers frá Celtic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Með sigri í gær hefði Rodgers getað fagnað skoska meistaratitlinum með Celtic
Með sigri í gær hefði Rodgers getað fagnað skoska meistaratitlinum með Celtic vísir/getty
Eftir tilkynningu Arsene Wenger um að hann ætli að hætta í stjórastöðunni hjá Arsenal eftir tímabilið keppast enskir fjölmiðlar við að nefna eftirmann hans. Einn þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við stöðuna er Brendan Rodgers.

Rodgers er stjóri skoska liðsins Glasgow Celtic og hann sagði þurfa „eitthvað stórkostlegt“ til þess að yfirgefa Skotland. Dermot Desmond, einn eiganda Celtic, sagði félagið myndi ekki koma í veg fyrir það að Rodgers færi sig um set.

„Eftir þetta tímabil á ég þrjú ár eftir af samning mínum hér og ég verð mjög hamingjusamur ef ég fæ að klára þau. Ég elska að vinna hér og að þróa leikmenn, vinna leiki og sjá félagið taka framförum. Það er enn mikið sem á eftir að gera hér,“ sagði Rodgers eftir 2-1 tap gegn Hibernian í gær.

„Einhverjir nefndu mig sem mögulegan arftaka Arsene en ég er ekki einu sinni að hugsa um það, ég er bara að einbeita mér að því að klára deildina.“

„Það er heiður að fá að stýra liði á borð við Celtic. Ég gæti farið annað og þénað mun meira, en þetta snýst ekki um það. Ég lifi í draumi hér,“ sagði Brendan Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×