Handbolti

Skjern fékk skell í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tandri í leik með íslenska landsliðinu í handbolta.
Tandri í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern fengu skell gegn Nantes í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Liðin mættust í Frakklandi og voru heimamenn í Nantes með sex marka forystu í hálfleik, 18-12. Sigur Nantes var aldrei í hættu en liði var með átta marka forskot þegar tíu mínútur lifðu af leiknum, 28-20.

Gestirnir frá Danmörku náðu aðeins að laga stöðu sína og fór svo að liðið tapaði með sex mörkum, 33-27. Ljóst að verkefnið verður ærið þegar liðin mætast í annað sinn að viku liðinni.

Tandri Már komst ekki á blað hjá Skjern, Markus Olsson var markahæstur með sex mörk. Hjá Nantes skoraði David Balaguer átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×