Enski boltinn

Wenger: Stuðningsmennirnir særðu mig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wenger verður að vinna Evrópudeildina til að Arsenal fái sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili
Wenger verður að vinna Evrópudeildina til að Arsenal fái sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili vísir/getty
Arsene Wenger sagði stuðningsmenn Arsenal hafa sært sig með gagnrýninni á hann síðustu misseri. Wenger tilkynnti fyrir helgina um ákvörðun sína að hætta með Arsenal liði eftir tímabilið.

Margir hafa kallað eftir því að Wenger hætti störfum á þessu tímabili og undir lok síðasta tímabils og hefur stúkan á Emirates vellinum oftar en ekki verið hálf tóm í vetur.

„Ég tel þetta félag vera virt um allan heim, miklu meira um heiminn heldur en á Englandi,“ sagði Wenger eftir sigur Arsenal á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann sagði þreytu ekki vera ástæðuna fyrir því að hann láti af störfum, en hann hefur verið með Arsenal liðið síðan 1996.

„Stuðningsmennirnir sýndu ekki þá samstöðu sem ég vil og það særði mig. Ég vil ekki búa til neinar heimskulegar fyrirsagnir og ég mun ekki verða gramur út af þessu til lengdar, ég vil bara ekki að persónuleikinn minn standi í vegi fyrir félaginu. Fyrir mér er félagið mikilvægara en ég,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir

Özil: Wenger var ástæðan afhverju ég kom

Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur farið fögrum orðum um stjóra sinn Arsene Wenger sem tilkynnti það í gær að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×