Enski boltinn

Salah valinn bestur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah hefur verið ótrúlegur í vetur
Salah hefur verið ótrúlegur í vetur vísir/getty
Mohamed Salah er besti leikmaður Englands þetta tímabilið. Hann var valinn bestur af leikmannasamtökunum í Englandi en valið var kunngjört á árlegu verðlaunahófi samtakanna í kvöld.

Salah kom til Liverpool frá Roma í sumar og hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann hafði betur í kjörinu gegn Kevin de Bruyne, leikmanni Manchester City, sem varð í öðru sæti.





Salah hefur skorað 41 mark fyrir Liverpool í öllum keppnum í vetur og hann jafnaði markamet ensku úrvalsdeildarinnar í gær með marki sínu gegn WBA.

Leroy Sane, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, var valinn besti ungi leikmaðurinn. Sane var tilnefndur til verðlaunanna í fyrra og hneppti þau svo í ár. Þjóðverjinn ungi hefur skoraði 13 mörk í öllum keppnum á tímabilinu til þessa.









Sóknarmaður Chelsea, Fran Kirby, var nefnd besti leikmaður kvennadeildarinnar. Hin 24 ára Kirby hefur skorað 22 mörk á tímabilinu og leitt lið Chelsea sem er án taps í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×