Enski boltinn

Sjáðu markaveislu Man. City og Arsenal í stuði gegn West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
DeBruyne fagnar í gær.
DeBruyne fagnar í gær. vísir/getty
Manchester City bauð til veislu á heimavelli sínum í gær er Swansea kom í heimsókn. Þetta var fyrsti leikur liðsins síðan það varð sófameistari á dögunum og nú var loksins tækifæri til þess að fagna. Það gerði liðið líka.

Leikmenn liðsins léku við hvurn sinn fingur og völtuðu yfir Svanina. Skoruðu mörg glæsimörk og stuðningsmenn fögnuðu svo titlinum innilega með þeim í leikslok.

City verið yfirburðalið í allan vetur og mun líklega setja stiga- og markamet í deildinni er yfir lýkur.

Kveðjuferðalag Arsene Wenger hófst formlega í gær og lærisveinar hans gátu ekki annað en boðið upp á flotta frammistöðu í leiknum gegn West Ham.

Wenger tilkynnti í vikunni að hann myndi hætta í lok leiktíðar og því þarf að kveðja kallinn með virktum.

Leikmenn Arsenal fóru mikinn gegn West Ham og sérstaklega Alexandre Lacazette sem skoraði tvennu í flottum stórsigri Arsenal.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley gerðu Stoke City engan greiða í leik liðanna í gær. Stoke í gríðarlegri fallbaráttu og varð að fá þrjú stig.

Burnley hélt nú ekki og Ashley Barnes sá til þess að Stoke fékk aðeins eitt stig á heimavelli í gær.


Tengdar fréttir

Lacazette skoraði tvö í sigri Arsenal

Aaron Ramsey og Alexandre Lacazette tryggðu Arsenal 4-1 sigur á West Ham á lokamínútunum í Lundúnarslagnum á Emirates vellinum en með sigrinum komst Arsenal í 57 stig.

Jafnt hjá Burnley og Stoke

Ashley Barnes tryggði Jóa Berg og félögum í Burnley jafntefli gegn Stoke en Stoke þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda vonum sínum á lífi í fallbaráttunni.

Meistaraframmistaða City hélt WBA á lífi

Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City mættu í fyrsta leikinn í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið titilinn úr sófanum heima þegar Swansea kom í heimsókn á Etihad völlinn. Stórsigur City hélt lífi í vonum WBA um áframhaldandi veru í efstu deild




Fleiri fréttir

Sjá meira


×