Enski boltinn

Mourinho: Ég verð drepinn ef ég vinn ekki bikarinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho á hliðarlínunni um helgina.
Mourinho á hliðarlínunni um helgina. vísir/getty
Man. Utd tryggði sér um helgina sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar er liðið vann flottan sigur á Tottenham. United mun mæta Chelsea í úrslitaleiknum.

Skemmtilegur leikur fyrir Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, en hann stýrði auðvitað liði Chelsea áður en hann kom til Manchester. Sá portúgalski segir að það sé mikil pressa á honum fyrir leikinn.

„Þegar ég tapa þá drepið þið mig. Ég vinn nánast alltaf en þegar það gerist ekki þá drepið þig mig. Þið eruð tilbúin að gera það aftur ef ég tapa bikarúrslitaleiknum,“ sagði Mourinho grimmur við blaðamenn.

Þó svo Man. Utd sé í öðu sæti í deildinni og komið í bikarúrslit þá hefur leikstíll liðsins verið mikið gagnrýndur. Hann hefur verið sagður óboðlegur.

„Við gætum endað með 90 stig í deildinni. Óboðlegt. Síðasti tapleikur í apríl var óboðlegur, tap gegn Huddersfield í október var óboðlegt sem og frammistaðan gegn Newcastle í febrúar. Okei, við töpuðum nokkrum leikjum þar sem við áttum að gera betur. Getum við bætt okkur á næsta tímabili? Við skulum reyna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×