Sport

Baðst afsökunar á misheppnuðu byssugríni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi brandari Feely féll í grýttan jarðveg.
Þessi brandari Feely féll í grýttan jarðveg. twitter

Fyrrum NFL-sparkarinn, Jay Feely, var mikið gagnrýndur fyrir mynd sem hann birti af sér með dóttur sinni og kærastanum hennar.

Dóttirin var þá á leið á lokaball með kærastanum sínum og Feely fannst tilvalið að birta mynd af sér með parinu þar sem hann hélt á byssu.Þetta átti að vera brandari af gamla skólanum þar sem kærastinn á ekki von á góðu ef hann kemur ekki vel fram við dótturina. Það er lítil stemning fyrir þannig bröndurum árið 2018.

Svo mikið fékk Feely að heyra það að hann neyddist til þess að mæta aftur á Twitter og útskýra grínið.

Þar tók hann líka fram að byssan hefði ekki verið hlaðin. Feely verður líklega með brandarana sína annars staðar en á Twitter í framtíðinni.NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.