Enski boltinn

Giroud: Wembley eins og garðurinn heima

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giroud fagnar marki sínu í gær
Giroud fagnar marki sínu í gær visir/getty
Olivier Giroud var hetja Chelsea þegar hann skoraði opnunarmarkið í sigri á Southampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Giroud líður vel á Wembley og sagði það vera eins og að leika sér í garðinum að spila þar.

Giroud vann bikarinn þrisvar með Arsenal og er nú kominn í úrslitaleikinn með Chelsea. Hann skoraði fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleik áður en Alvaro Morata tryggði 2-0 sigur af bekknum.

„Ég sagði við liðsfélagana að þeir ættu að njóta þess að spila í bikarnum því ég veit hvernig tilfinningin er að vinna,“ sagði Giroud eftir leikinn.

„Að spila á Wembley er eins og að spila í garðinum heima, ég elska að spila hér og ég elska að vinna hér.“

„Við eigum fjóra leiki eftir í deildinni sem við einbeitum okkur að núna,“ sagði Olivier Giroud.

Chelsea mætir Manchester United í úrslitaleiknum 19. maí.


Tengdar fréttir

Chelsea í úrslit annað árið í röð

Chelsea komst áfram í úrslitaleik FA-bikarsins nú rétt í þessu eftir 2-0 sigur á Southampton þar sem Olivier Giroud og Alvaro Morata skoruðu mörk Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×