Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eins og fram hefur komið lögðu nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura niður störf í dag þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við þær. Verðandi móðir kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni, en rætt verður við hana í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar lítum við líka inn á Alþingi, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sagði í dag að sveitarfélög þyrftu að fjármagna viðbótarframkvæmdir umfram nauðsynlegustu samgöngubætur.

Loks skoðum við myndir af nýfæddum prinsi, en Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins eignuðust fimmtán marka dreng í dag. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×