Fótbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Guðni og félagar héldu hreinu.
Jón Guðni og félagar héldu hreinu. vísir/norrköping
Arnór Ingvi Traustason spilaði í rúmlegar 80 mínútur er Malmö vann 3-1 sigur á nýliðum Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hinn magnaði framherji, Markus Rosenborg, skoraði í tvígöng og hægri kantmaðurinn Sören Rieks bætti við einu marki. Bajram Ajeti skoraði mark Brommapojkarna.

Arnór Ingi spilaði í 82 mínútur fyrir Malmö sem er í sjöunda sætinu með átta stig eftir leiki.

Fyrrum varnarmaður Stjörnunnar, Martin Rauschenberg, spilaði allan leikinn fyrir Brommapojkarna sem er með þrjú stig eftir fimm leiki.

David Moberg Karlsson, fyrrum leikmaður Sunderland, skoraði eina mark Norrköping gegn Sirius í sömu deild í kvöld. Lokatölur 1-0 en Norrköping er með tíu stig í þriðja sætinu.

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson spiluðu allan leikinn fyrir Norrköping og Arnór Sigurðsson síðustu tíu mínúturnar. Alfons Sampsted var ónotaður varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×