Handbolti

Ísland eignast annað EHF-dómarapar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svavar og Sigurður brosa sínu breiðasta.
Svavar og Sigurður brosa sínu breiðasta.
Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson eru nýjasta EHF-dómarapar Íslands en þetta varð ljóst eftir að þeir stóðust dómarapróf EHF um helgina.

Þeir félagar voru í Drammen í Noregi um helgina þar sem þeir tóku hins ýmsu próf, bæði verkleg og skrifleg, en í kjölfarið útskrifuðust þeir sem EHF-dómarapar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svavar verður EHF-dómari því er hann dæmdi með Arnari Sigurjónssyni þar sem þeir dæmdu meðal annars í Meistaradeild Evrópu.

Það eru því tvö íslensk dómarapör sem geta dæmt á erlendri grundu en Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru hitt dómaraparið sem er með EHF réttindin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×