Fótbolti

Henderson: Við erum litla liðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mohamed Salah og Jordan Henderson.
Mohamed Salah og Jordan Henderson. Vísir/Getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir sig og sína menn vera litla liðið í undanúrslitaviðureigninni gegn Roma í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem að hefst í kvöld.

Liverpool vann stórsigur á Manchester City, 5-1 samanlagt, í átta liða úrslitunum en Roma gerði sér lítið og vann Barcelona á útivallarmörkum eftir stórkostlegan 3-0 heimasigur.

Henderson segir að Liverpool verði að spila hinn fullkomna leik í kvöld til að fara með nógu góða stöðu til Rómar fyrir seinni leikinn.

„Sjáið bara hvað Roma gerði í síðasta leik. Það sló út Barcelona og hafa því heldur betur sett mark sitt á Meistaradeildina,“ sagði Henderson á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Roma er liðið sem þarf að vinna þannig að við verðum að gefa okkur alla í leikinn og gera það sem að stjórinn vill að við gerum. Ef við förum eftir því eigum við betri möguleika á að komast í úrslitaleikinn.“

„Ég sé okkur sem litla liðið í þessari viðureign þar sem að Roma vann Barcelona en Börsungar voru líklega sigurstranglegastir í Meistaradeildinni áður en kom að átta liða úrslitunum,“ segir Jordan Henderson.


Tengdar fréttir

Rómverjar mæta á Anfield

Liverpool tekur á móti Roma á Anfield í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en seinni leikurinn fer fram í höfuðborg Ítalíu að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×