Fótbolti

Fékk gult spjald fyrir að dýfa sér í átökum við dómarann | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marko Marin þarf að lifa með þessum tilburðum.
Marko Marin þarf að lifa með þessum tilburðum. vísir/getty
Marko Marin, fyrrverandi leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fékk eitt heimskulegasta gula spjald sem sést hefur í leik í grísku deildinni um helgina.

Marin, sem leikur með Olympiacos í dag, dýfði sér þegar að dómari leiksins kom rétt svo við hann en Marin henti sér niður við litla hrifingu dómara leiksins.

Komið var fram í uppbótartíma þegar að leikmenn Olympiacos hópuðust að dómaranum og var Marin ansi ágengur. Dómarinn rétt svo snerti Þjóðverjann í tvígang til að halda honum frá sér og í annað skiptið sem það gerðist dýfði Marin sér.

Þegar að dómarinn var búinn að róa mannskapinn fann hann Marko Marin og sýndi honum gula spjaldið fyrir þessa ævintýralegu dýfu.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×