Fótbolti

Þýskaland vill halda EM 2024

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Portúgal er núverandi Evrópumeistari.
Portúgal er núverandi Evrópumeistari. vísir/getty
Þýska knattspyrnusambandið sótti í dag formlega um að fá að halda Evrópukeppnina sumarið 2024.

Líklega mun aðeins eitt land berjast við Þjóðverjana því von er á umsókn frá Tyrkjum síðar í vikunni.

Knattspyrnusamband Evrópu mun svo leggjast yfir umsóknirnar og tilkynna þann 27. september hvar mótið fer fram eftir sex ár.

Á EM 2024 verður farið aftur í að halda lokakeppni EM aðeins í einu landi en eftir tvö ár mun mótið fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu.

Þjóðverjar héldu síðast stórmót árið 2006 er HM var haldið í Þýskalandi. Lokakeppni stórmóts hefur aldrei farið fram í Tyrklandi en Tyrkir hafa í tvígang sótt um að halda EM án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×