Íslenski boltinn

Þór/KA Lengju­bikar­meistari eftir víta­spyrnu­keppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þór/KA stelpurnar fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Þór/KA stelpurnar fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. vísir/þórir
Þór/KA er Lengjubikarmeistari eftir 6-4 sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum en spilað var í Boganum í kvöld.

Það byrjaði ekki vel fyrir Þór/KA því eftir hörmuleg mistök skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir fyrsta mark Stjörnunnar í autt markið eftir mistök markvarðar Þór/KA.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði svo annað mark Stjörnunnar á 27. mínútu er markvörður Þór/KA gerði sig aftur seka um mistök og Stjarnan í kjörstöðu.

Borgarstjórinn, Sandra Stephany Mayor Gutierrez, minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu á 31. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Bianca Elissa Sierra fékk að líta tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik og var rekinn af velli á 65. mínútu.

Einum færri náðu þó meistararnir að jafna metin en það gerði Andrea Mist Pálsdóttir og þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan 2-2.

Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Íslandsmeistararnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Þær skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum en Harpa Þorsteinsdóttir og Lára Kristín Pedersen klúðruðu fyrir Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×