Enski boltinn

Chamberlain alvarlega meiddur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain liggur óvígur eftir.
Chamberlain liggur óvígur eftir. vísir/afp
Alex Oxlada-Chamberlain verður að öllum líkindum lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool gegn Roma í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Liverpool setti upp sýningu á Anfield í gær en liðið vann 5-2 sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Liverpool komst í 5-0 í leiknum.

Chamberlain varð þó fyrir því óláni að meiðast strax á átjándu mínútu og þurfti að fara af velli. Óttast er um að hann sé með slitin krossbönd.

„Oxlade-Chamberlain er líklega mjög alvarlega meiddur,” sagði Klopp í samtali við BT Sport eftir leikinn rosalega í gærkvöldi.

„Það eru mjög slæmar fréttir fyrir okkur því hópurinn verður ekki stærri á þessum tímapunkti svo við þurfum að vera frjóir.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×