Enski boltinn

Wenger: Tímasetningin "ekki mín ákvörðun“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wenger hefur fagnað oft með Arsenal.
Wenger hefur fagnað oft með Arsenal. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði tímasetninguna á tilkynningunni um brotthvarf hans frá félaginu ekki hafa verið hans ákvörðun.

Síðasta föstudag var greint frá því að Wenger myndi hætta með lið Arsenal í lok tímabilsins þrátt fyrir að hann ætti enn eftir eitt ár af samningi sínum.

Á blaðamannafundi fyrir fyrri leik Arenal gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA sem fram fer á morgun sagði Wenger að tímasetning brotthvarfs hans hafi „í raun ekki verið mín ákvörðun.“

„Eins og er held ég áfram að vinna eins og alltaf, ég einbeiti mér bara að því sem ég þarf að gera á hverjum degi.“

Hinn 68 ára gamli Wenger sagðist hafa áhuga á því að halda áfram að vinna sem knattspyrnustjóri en hann væri ekki tilbúinn til þess að skuldbinda sig á nýjum stað alveg strax.

Margir knattspyrnustjórar hafa á dögunum verið orðaðir við stjórastarfið hjá Arsenal, þar á meðal fyrrum fyrirliði liðsins Patrick Vieira, Brendan Rodgers og fyrrum knattspyrnustjóri Barcelona Luis Enrique.

„Ég vil engin áhrif hafa á næsta stjóra en ég hef að sjálfsögðu mikið álit á Luis Enrique,“ sagði Arsene Wenger er hann var spurður út í spænska stjórann.


Tengdar fréttir

Vieira tilbúinn ef kallið kemur

Arsenal-goðsögnin Patrick Vieira segist vera tilbúinn til þess að taka við liði Arsenal af Arsene Wenger ef félagið hefur áhuga á því að ráða hann í vinnu.

Neville: Arsenal þarf Simeone

Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Neville heldur því fram að Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, sé rétti maðurinn til þess að taka við liði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×