Enski boltinn

Gerrard: Salah bestur á plánetunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah var á eldi í gærkvöld.
Salah var á eldi í gærkvöld. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, fer fögrum orðum um framherjan Mohamed Salah og segir hann besta leikmann plánetunnar.

Salah skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar í 5-2 sigri Liverpool á Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Gerrard var meðal sérfræðinga sjónvarpsstöðvarinnar BT Sport og sagði Salah vera að spila betur en allir í heiminum í dag, meira að segja Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

„Hann er í besta formi lífs síns. Það er erfitt að bera hann saman við Ronaldo og Messi því þeir eru búnir að vera í þessu svo lengi og hafa verið góðir stanslaust í mörgur ár.“

„En hann er án nokkurs vafa besti leikmaður á plánetunni einmitt núna.“

Salah er kominn með 42 mörk á tímabilinu fyrir Liverpool og er aðeins fimm mörkum frá markameti Ian Rush sem skoraði 47 mörk fyrir Liverpool tímabilið 1983-84.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×