Enski boltinn

Chamberlain ekki með á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain liggur óvígur eftir í gær.
Chamberlain liggur óvígur eftir í gær. vísir/afp
Alex Oxlade-Chamberlain er alvarlega meiddur á hné og verður frá í lengri tíma en þetta staðfestir Liverpool í dag. Hann meiddist í Meistaradeildinni í gær.

Chamberlain fór út af í fyrri hálfleiknum gegn Roma í gær en óttast var strax eftir leikinn að hann yrði lengi frá. Það sagði Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, strax eftir leik.

Hann fór í myndatökur í morgun og ljóst er að hann verði frá út þetta tímabil. Að auki mun hann ekki spila með enska landsliðinu á HM í sumar, meiðslin eru það alvarleg, en ekki hefur verið gefur upp hversu lengi hann verði frá.

„Liverpool getur staðfest það að tímabilið er búið fyrir Chamberlain, bæði fyrir landsliðið og Liverpool, en liðbönd sködduðust á hné í leiknum gegn Roma á þriðjudag,” segir í tilkynningu Liverpool.

Chamberlain segir einnig á Twitter síðu sinni að hann sé mjög vonsvikinn að meiðslin komi á þessum tíma en að það sé ekkert í samanburði við stuðningsmenn Liverpool sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að stuðningsmenn Roma réðust að honum í gær.


Tengdar fréttir

Chamberlain alvarlega meiddur

Alex Oxlada-Chamberlain verður að öllum líkindum lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool gegn Roma í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma

Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool sem mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×