Innlent

Landhelgisgæslan þarf að greiða fimm milljónir til landeigenda

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Landhelgisgæslan þarf að greiða háa fjárhæð til landeigenda.
Landhelgisgæslan þarf að greiða háa fjárhæð til landeigenda. Vísir/Ernir Eyjólfsson
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöður að Landhelgisgæsla ríkisins þarf að greiða ábúendum að Horni í Höfn í Hornafirði rúmar 5 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Í málinu deila aðilar um kröfu ábúenda að Horni til árlegrar greiðslu fyrir leigu á svæði úr landi jarðarinnar Horns en íslenska ríkið tók það upphaflega á leigu árið 1953. Landið var nýtt til reksturs ratsjárstöðvar bandaríska hersins á Stokksnesi.

Í stefnu segir að ábúendur að Horni séu núverandi eigendur og leigusalar jarðarinnar Horns. Ekki er deilt um efni samnings aðila eða fjárhæð leigugreiðslu samkvæmt honum. Einnig er deilt um hvort að Landhelgisgæslunni hafi verið heimilt að segja upp samningnum að hluta og lækka þannig fjárhæð leigunnar. Einnig er um það deilt hvort ábúendur að Horni hafi með athöfnum sínum og athafnaleysi fallist á slíka breytingu á samningi aðila.

Það stefndi í hart á milli gæslunnar og ábúenda en gæslan var ekki sátt þegar að ábúendur lokuðu veginum fyrir óviðkomandi umferð og tóku gjald fyrir. Mestmegnis voru þetta erlendir ferðamenn sem vildu komast þarna um en vegurinn lá einnig að ratsjárstöðinni sem Landhelgisgæslan rekur.


Tengdar fréttir

Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni

Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×