Bílar

Stefna á mikla fjölgun rafbíla

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Rafbíllinn Porche Mission E.
Rafbíllinn Porche Mission E.

Porsche hefur sett stefnuna á að allt að helmingur framleiddra Porsche-bíla árið 2025 verði knúnir rafmagni, annaðhvort að hluta til eða að öllu leyti.

Hlutfallið er tvöfalt hærra heldur en fyrirtækið spáði um í síðasta mánuði að því er fram kemur á vef Bloomberg.

Í viðtali við Detlev von Platen, framkvæmdastjóra hjá Porsche, kemur fram að söluaukninguna í þessum flokki megi fyrst og fremst rekja til kínverska markaðarins.

Aðgerðir stjórnvalda þar í landi til þess að draga úr mengun hafi haft þau áhrif að sala rafmagnsbíla sé að aukast og muni halda því áfram. Þar að auki sé verið að breyta lúxusskatti á dýra bíla sem mun ýta undir sölu fyrirtækisins í Kína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.