Íslenski boltinn

Valsmenn frumsýndu treyju tileinkaða séra Friðriki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn karlaliðs Vals í nýju treyjunni
Leikmenn karlaliðs Vals í nýju treyjunni mynd/valur
Valur frumsýndi í dag nýja og sérhannaða treyju fyrir sumarið 2018.

Treyjan er tileinkuð séra Friðriki Friðrikssyni, sem var einn af stofnendum Vals, sem og „mörgum af bestu sonum og dætrum Vals,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

150 ár eru liðin frá fæðingu séra Friðriks og skartar treyjan fæðingarári og nafni hans á kraganum. Innan á treyjuna er rituð tilvitnun í frægustu orð hans: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.“

Á treyjuna eru einnig prentuð nöfn 53 leikmanna sem leikið hafa með Val og landsliði Íslands í knattspyrnu.

Þessi treyja verður eingöngu notuð í sumar og hún er framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Macron.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×