Erlent

Hætti á Wall Street til að leika með Legó

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Maður er aldrei of gamall til að leika sér með Legókubba enda stendur á mögum pakkningunum að kubbarnir séu ætlaðir fólki á aldrinum fjögurra til 99 ára.

Nathan Sawaya gafst upp á ferli sínum sem lögmaður á Wall Street til þess að snúa sér aftur til þess sem hann naut hvað mest í æsku, að leika með Legókubba. Hann hefur gert áhugamálið að nýjum ferli en hann hefur starfað í nokkur ár sem Lególistamaður.

„Ég vildi gera eitthvað sem gerði mig hamingjusaman,“ segir Sawaya. „Ég var ekki hamingjusamur sem lögmaður og listsköpun gerði mig hamingjusaman. Að nota Legókubba til listsköpunarinnar er mjög aðgengilegt og ég held að margir tengi við þannig list þar sem allir hafa kubbað áður. Ég ákvað því að yfirgefa lögfræðistofuna til að gerast listamaður í fullu starfi sem leikur sér með leikföng,“ segir hann.

Helstu viðfangsefni hans eru ofurhetjur DC teiknimyndasöguheimsins en ofurhetjusýning hans hefur verið á flakki um heiminn frá árinu 2007. Stærsta verkið á sýningunni er sjálfur bíll leðurblökumannsins sem telur 500 þúsund legókubba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×