Fótbolti

Sjáðu mikilvægt útivallarmark Griezmann og öll Evrópudeildarmörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar

Arsenal gerði sig seka um slæm mistök er þeir hleyptu inn einu marki gegn Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Antoine Griezmann skoraði jöfnunarmark Atletico á 82. mínútu eftir að Alexandre Lacazette hafði komið Arsenal fyrr í leiknum.

Mikilvægt útivallarmark sem Atletico náði að skora en mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan sem og rauða spjaldið sem Atletico fékk. Liðin mætast aftur að viku liðinni.

Í Frakklandi náði Marseille sér í kjörstöðu gegn Salzburg en Marseille vann 2-0 sigur. Eitt mark í sitt hvorum hálfleik og Marseille með annan fótinn í úrslitaleikinn.

Allt það helsta úr þeim leik má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.