Lífið

Cowell um prestinn vinsæla: „Ein besta áheyrnarprufa sem ég hef séð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cowell var heldur betur sáttur með Ray Kelly.
Cowell var heldur betur sáttur með Ray Kelly.
Séra Ray Kelly mætti í áheyrnarprufu í raunveruleikaþáttinn Britain´s Got Talent en hann er prestur á Írlandi.

Hann gerði sér lítið fyrir og tók lagið Everybody Hurts með R.E.M en hann ætlar sér að verða fyrsti presturinn til að vinna keppnina og fá að koma fram fyrir framan Bretlandsdrottningu.

Kelly er 64 ára gamall og heillaði hann dómnefndina upp úr skónum. Salurinn var í raun agndofa allan tímann sem Kelly stóð á sviðinu.

„Mig langar að segja þér eitt. Þetta er nin besta áheyrnarprufa sem ég hef séð á ævi minn,“ segir Simon Cowell, einn af dómurunum í BGT.

Hér að neðan má sjá þessa frábæru prufu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×