Taka ábendingu um orm í ostborgara grafalvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 12:00 Heiðrún Birna segist hafa keypt borgarann í Aktu Taktu við Skúlagötu. SAMSETT Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta. Neytendur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta.
Neytendur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira