Handbolti

Duracell nýjasti bakhjarl HSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og Jón Viðar Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSAM, söluaðila Duracell á Íslandi.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og Jón Viðar Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSAM, söluaðila Duracell á Íslandi. vísir/heimasíða HSÍ
HSÍ og Duracell hafa gert samning sín á milli að Duracell verði bakhjarl handknattleiksambandsins næstu árin. Þetta var tilkynnt á vef HSÍ fyrr í dag.

Duracell-kanínan er þekkt vörumerki en Duracell eru meðal annars rafhlöður og eins og segir á vef HSÍ er „vonast til þess að eiga gott samstarf við Duracell í framtíðinni.”

„Stuðningur Duacell er afar mikilvægur fyrir íslenskan handknattleik. Lýsir HSÍ yfir ánægju sinni með samninginn og vonast til þess að eiga gott samstarf við Duracell í framtíðinni,” segir einnig á vef HSÍ.

Ísland mætir Litháen í sumar í fyrstu alvöru leikjum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara en leikið er um laust sæti á HM. Leikirnir verða 8. og 13. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×