Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina á Hlíðarenda og þrumufleyg Frans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepsi-deildin 2018 hófst í kvöld með tveimur leikjum og það var vægast sagt mikil dramatík bæði á Origo-vellinum og Samsung-vellinum í kvöld.

Mörkin úr leik Vals og KR má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni en þar tryggði Tobias Thomsen Val sigurinn í uppbótartíma eftir að Pálmi Rafn Pálmason hafði jafnað skömmu áður.

Guðmundur Benediktsson og Reynir Leósson lýstu leiknum og má sjá alla dramatíkina undir þeirra lýsingu hér að neðan en dramatíkin var allsráðandi í tveimur fyrstu leikjum Pepsi-deildarinnar þetta sumarið.

Stjarnan virtist vera búinn að ná að klára nýliða Keflavíkur með tveimur mörkum frá Hilmari Árna Halldórssyni en gestirnir héldu ótrauðir áfram og náðu að jafna áður en yfir lauk.

Frans Elvarsson jafnaði með þrumufleyg eftir að Ísak Ólafsson hafði minnkað munin en öl mörkin úr Garðabænum má sjá hér ofar í fréttinni.

Spilist ekki myndbandið úr leik Vals og KR er hægt að horfa á það með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa

Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna.

Einar Karl: Djöfull var þetta sætt

Einar Karl Ingvarsson lagði upp sigurmark Íslandsmeistara Vals gegn erkifjendunum í KR í opnunarleik Pepsi deildar karla á Origo vellinum á Hlíðarenda í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×