Innlent

Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Drónar eða flygildi eru talsvert notuð af björgunarsveitum.
Drónar eða flygildi eru talsvert notuð af björgunarsveitum. Mynd/Gunnar Ingi Halldórsson

Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna notkun dróna sveitarinnar í björgun tveggja erlendra ferðamanna í Siglufjarðarskriðum árið 2016.

Formaður sveitarinnar, Haukur Arnar Gunnarsson, tók á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn í Ljublijana í Slóveníu.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá umfjöllun drónaframleiðandans DJI um björgunarafrekið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.