Handbolti

Tap hjá HSÍ upp á rúmar 38 milljónir: „Staða sambandsins vonbrigði“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá þinginu í dag.
Frá þinginu í dag. vísir/hsí
Tap var á rekstri Handknattsleiksambands Íslands um rúmar 38 milljónir króna en þetta kom fram í ársreikningi HSÍ sem var birtur á 61. ársþingi sambandsins í dag.

Velta sambandsins á árinu 2017 voru 206.682.672 krónur en tapið á árinu var kr. 38.752.198. Í tilkynningu frá HSÍ segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar.

„Skýrist það einkum á því að færa þurfti niður kröfur sem og leiðrétta ýmsar færslur sem gáfu ekkirétta mynd  af stöðunni. Rekstrarárið 2017 var jákvætt að gefnu tilliti til einskiptiskostnaðar ogrekstraráætlun 2018 gerir ráð fyrir hagnaði,” segir í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Róbert G. Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir erfiða stöðu haldi sambandið ótrautt áfram og ekki verði skorið neitt niður.

„Við horfum björtum augum á framhaldið og eigum að geta haldið sjó en staða sambandsins er auðvitað vonbrigði. Það þarf að halda vel á spilunum næstu árin,” sagði Róbert og bætti við:

„Við munum halda okkar striki hvað varðar öll landslið og ekki skera neitt niður hvað það varðar. Við erum að endurnýja og ná í nýja samninga hjá styrktaraðilum og það hefur gengið ágætlega.”

Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður en ekkert mótframboð var gegn Guðmundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×