Bíó og sjónvarp

Lói valin besta evrópska kvikmyndin

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Á myndinni eru þeir Haukur og Gunnar sem tóku á móti verðlaununum.
Á myndinni eru þeir Haukur og Gunnar sem tóku á móti verðlaununum. Vísir/aðsent
Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn var valin besta evrópska kvikmyndin á alþjóðlegri barna kvikmyndahátíð í Kristiansand í Noregi í gærkvöldi. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Noregi er stærsta barnahátíðin í Noregi og Mette Marit krónprinsessa er verndari hátíðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Saga film.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að myndin, sem fjallar um missi, hugrekki og tilveruna, sé einskonar Pixar mynd með íslensku ívafi og höfði jafnt til ungra sem aldina.

Gunnar Karlsson útlitshönnuður og meðleikstjóri Lóa og Haukur Sigurjónsson, framleiðslustjóri veittu verðlaununum viðtöku í gærkvöldi.

Teiknimyndin hefur þegar verið seld til sýningar í yfir 50 löndum og eru sýningar hafnar nú þegar í nokkrum löndum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×