Fótbolti

Celtic skoskur meistari sjöunda árið í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Odsonne Edouard setti tvö
Odsonne Edouard setti tvö vísir/getty
Celtic burstaði erkifjendur sína í Rangers í skosku úrvalsdeildinni í dag og tryggði sér um leið skoska meistaratitilinn sjöunda árið í röð.

Franski framherjinn Odsonne Edouard kom Celtic í 2-0 áður en James Forrest skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi því 3-0.

Heimamenn gerðu algjörlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks því Tom Rogic og Callum McGregor skoruðu á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 5-0.

Celtic hefur drottnað yfir skoskum fótbolta undanfarin ár eftir að Rangers vann deildina þrjú ár í röð á árunum 2008-2011. Þetta er fertugasti og níundi meistaratitill Celtic en Rangers á 54 titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×