Fótbolti

Albert í byrjunarliði PSV | Ögmundur fékk á sig fjögur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert fagnar marki fyrr á leiktíðinni.
Albert fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði PSV Eindhoven í dag þegar liðið heimsótti ADO Den Haag í næstsíðustu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar en PSV er búið að tryggja sér efsta sætið.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Alberti var skipt af velli á 79.mínútu þegar staðan var 3-2 fyrir ADO Den Haag.

Á sama tíma stóð Ögmundur Kristinsson í ströngu í marki Excelsior þegar liðið heimsótti Groningen. Ögmundur hafði í nógu að snúast og þurfti að sækja boltann fjórum sinnum í netið þar sem heimamenn unnu öruggan 4-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×