Enski boltinn

Ragnar og Sverrir skelltu í lás | Fimm stiga forskot Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi stóð vaktina vel í dag.
Sverrir Ingi stóð vaktina vel í dag. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason stóðu vaktina allan tímann er Rostov vann 2-0 sigur á Tosno í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það var markalaust á Rostov Arena allt þangað til á 67. mínútu er Eldor Shomurodov kom Rostov yfir. Hann tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar.

Ragnar og Sverrir Ingi spiluðu allan tímann en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður. Rostov lyfti sér aðeins frá falldraugnum en liðið er nú þremur stigum fyrir ofann fallsætin.

Hjörtur Hermannsson spilaði í tíu mínútur er Bröndby vann 3-1 sigur á Rúnari Alexi Rúnarssyni og félögum í FC Nordsjælland.

Bröndby er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar er fjórar umferðir eru eftir. Nordsjælland er í fjórða sætinu með 54 stig, tveimur stigum á eftir FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×