Fótbolti

Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk átti stóran þátt í því að tryggja Wolfsburg í úrslitaleikinn.
Sara Björk átti stóran þátt í því að tryggja Wolfsburg í úrslitaleikinn. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna í undanúrslitunum.

Wolfsburg mætir Lyon í úrslitaleiknum 24. maí en Lyon á titil að verja. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en leikið er í Kænugarði.

Sara var á skotskónum í fyrri leiknum er Wolfsburg vann 3-1 sigur á útivelli og var í afar góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Þær lentu í engum vandræðum í kvöld og unnu 2-0 sigur með tveimur mörkum í síðari hálfleik frá Pernille Harder og Ewa Pajor.

Sara Björk lék allan leikinn á miðju Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×