Fótbolti

Skúrkurinn fyrir viku sem breyttist í hetju í gær: Hágrét í leikslok

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kostas Manolas fagnar marki sínu.
Kostas Manolas fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Fögnuður í gærkvöldi Kostas Manolas er best lýst sem sturlaðuðum. Þessi 26 ára Grikki missti sig gjörsamlega þegar hann kom AS Roma í 3-0 á móti Barcelona í Meistaradeildinni.

Þetta þriðja mark var á endanum markið sem felldi Barcelona og koma AS Roma í undaúrslit Meistaradeildarinnar í fyrst sinn síðan 1984. Árið 1984 voru enn sjö ár þar til að Kostas Manolas fæddist í Naxo í Grikklandi.

Kostas Manolas verður táknmynd endurkomu Rómarliðsins í gær því í fyrri leiknum var hann skúrkurinn. Manolas skoraði þá sjálfsmark og ítalska liðið gerði nánast út um alla möguleika. Eða svo héldu menn.





Kostas Manolas og félagar töpuðu 4-1 á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku þar sem tvö af mörkunum voru sjálfsmark.

Frammistaða þeirra í gær var hinsvegar frábært og Barcelona liðið komst lítið áleiðis. Það voru margir leikmenn Roma að spila vel en enginn líklega betur en umræddur Kostas Manolas.

Eftir öll öskrin, öll sigurhlaupin og allan fögnuðinn þá var Kostas Manolas líka alveg búinn á því. Hann brotnaði síðan niður þegar leikvangurinn söng „Grazie Roma“ eins og sjá má hér fyrir neðan.





Þetta var ótrúlegt kvöld fyrir Kostas Manolas sennilega það flottasta á hans fótboltaferli. Honum tókst að breytast úr skúrki í hetju og verður hér eftir goðsögn meðal stuðningsmanna AS Roma. Þeir munu allir muna eftir því þegar hann kláraði Lionel Messi og félaga í Meistaradeildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×