Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og rætt við hjartasjúkling sem þurfti að kveðja fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð.

Við tölum líka við heilbrigðisráðherra sem segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda, enda sé kerfið vanbúið að takast á við vanda ungra fíkla.

Loks lítum við inn í Fjölbrautaskólann við Ármúla, en kosningabarátta fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólunum og reynt er að vekja áhuga ungs fólks með skuggakosningum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×