Handbolti

Leiðin greið á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur, landsliðsþjálfari og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Gunnar Magnússon, eru væntanlega ánægðir með dráttinn.
Guðmundur, landsliðsþjálfari og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Gunnar Magnússon, eru væntanlega ánægðir með dráttinn. vísir/vilhelm
Ísland hafði heppnina með sér er dregið var í riðla fyrir undankeppni EM í handbolta karla sem fer fram í Noregi, Svíþjóð og Austurríki árið 2020. Dregið var í Noregi í dag, nánar tiltekið í Þrándheimi.

Íslenska liðið er með Tyrklandi, Makedóníu og Grikklandi í riðli og hafði heppnina með sér í drættinum. Af öllum stóru þjóðunum dróst Ísland með Makedóníu sem er afar vel sloppið.

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í Hollandi eru með Lettlandi, Slóveníu og Eistland. Holland ætti að vera í góðum möguleika á að komast áfram úr þessum riðli.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í lokakeppnina. Fjögur lið hafa nú þegar tryggt sér þáttökurétt á mótinu en það eru allir gestgjafarnir auk Evrópumeistara Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×