Innlent

Ágúst mútaði yfirvöldum og slapp til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ágúst Guðmundsson í járnum fyrir utan verslunina í Taílandi í ágúst.
Ágúst Guðmundsson í járnum fyrir utan verslunina í Taílandi í ágúst.
Ágúst Guðmundsson, Íslendingur sem handtekinn var í Taílandi í ágúst fyrir að hafa ógnað starfsfólki í verslun þar í landi, er kominn til landsins. DV greinir frá því. Ágúst var handtekinn og gefið að sök að hafa sprautað piparúða á starfsfólkið.

Fjallað var um málið í Dailymail á sínum tíma sem og taílenskum miðlum sem birtu upptökur af árásinni. Var Ágúst í fyrstu talinn af írskum uppruna. Á myndbandinu sést Ágúst spreyja piparúða á tvær afgreiðslukonur, fara svo inn fyrir afgreiðsluborðið og ná sér í sígarettur.

Upptökuna má sjá hér að neðan.

Ágúst beið dóms í Taílandi en segist í samtali við DV hafa mútað yfirvöldum og náð að smygla sér til Íslands. Vist í fangelsi í Taílandi hafi ekki verið góð. Hann hafi sofið á gólfi ásamt um þrjátíu öðrum föngum.

„Ég átti að fá 20 til 30 ára dóm, lágmark 20 ára, en mér tókst að komast út úr landi með mútum. Félagar mínir náðu að borga tryggingargjaldið tveimur vikum áður en ég átti að mæta fyrir dóm. Ég komst í samband við mann sem er snillingur í því að koma fólki út úr landi. Hann bara mútaði yfirlögregluþjóni og landamæraeftirlitinu og ég náði að komast í burtu,“ segir Ágúst í samtali við DV.

Hann sé þó stórskuldugur maður í dag eftir mútugreiðslurnar en frelsinu feginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×