Fótbolti

James Rodriguez derby og Mohamed Salah derby

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodríguez hefur unnið Meistaradeildina með Real Madrid undanfarin tvö ár en núna getur hann hjálpað til við að enda sigurgönguna.
James Rodríguez hefur unnið Meistaradeildina með Real Madrid undanfarin tvö ár en núna getur hann hjálpað til við að enda sigurgönguna. Vísir/Getty
Tveir leikmenn liðanna sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár þekkja mjög vel til í herbúðum mótherjanna. Þetta eru Egyptinn Mohamed Salah og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez.

Það var dregið í undanúrslitin í morgun og þar mætast Bayern München og Real Madrid í öðrum leiknum en Liverpool spilar við Roma í hinum leiknum.

James Rodriguez er í raun ennþá í eigu Real Madrid en spænska félagið samdi við Bayern um að lána James í tvö ár. Bayern hefur síðan forkaupsrétt á James eftir tímabilið 2018-19 en getur þá fengið hann á 42 milljónir evra.

James Rodriguez er með 6 mörk og 11 stoðsendingar í deild og Meistaradeild með Bayern München á sínu fyrsta tímabilið í Bæjaralandi. Hann hefur aftur á mólti aðeins komið að einu marki á rúmum 600 mínútum í Meistaradeildinni á leiktíðinni.











Liverpool náði einum bestu kaupum í sögu félagsins þegar Mohamed Salah var keyptur frá AS Roma síðasta sumar.

Liverpool borgaði AS Roma aðeins 42 milljónir evra fyrir manninn sem hefur þegar skorað 39 mörk í öllum keppnum á sínum fyrsta tímabili á Anfield.

Kaupverðið gæti farið upp í 50 milljónir evra en það líta út fyrir að vera smámunir á markaðnum í dag miðað við framlagið frá egypska framherjanum.

Mohamed Salah spilaði í tvö tímabil með Rómarliðinu en fyrra tímabilið var hann á láni frá Chelsea. Salah skoraði 34 mörk samtals í 83 leikjum með AS Roma en hefur skorað 39 mörk í aðeins 44 leikjum með Liverpool.







 

Mohamed Salah for Roma: 83 games, 34 goals






Fleiri fréttir

Sjá meira


×