City fór langleiðina með að tryggja sér titilinn á Wembley

Anton Ingi Leifsson skrifar
City gat leyft sér að fagna í kvlöd.
City gat leyft sér að fagna í kvlöd. vísir/getty
Manchester City er komið með níu fingur og rúmlega það á enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Tottenham á Wembley í dag.

City var betri aðilinn og rúmlega það í fyrri hálfleik en fyrsta markið skoraði Gabriel Jesus á 22. mínútu eftir að Vincent Kompany kom boltanum á brasilíska framherjann.

Ilkay Gundögan kom svo City yfir á 25. mínútu þegar City fékk vítaspyrnu. Dómarinn þótti umdeildur en Jon Moss, dómari var viss í sinni sókn. Hugo Lloris braut á Rahem Sterling.

Staðan í hálfleik var þó 2-1 því þremur mínútum fyrir hálfleikinn þá skoraði Christian Eriksen ansi laglegt mark og breytti algjörlega stöðunni rétt fyrir hálfleik. Spennandi síðari hálfleikur framundan.

Það var svo enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling sem skoraði þriðja mark City átján mínútum fyrir leikslok. Afar sterkur útisigur City sem hefur átt afar erfiðar síðustu vikur; dottið úr Meistaradeildinni gegn Liverpool og tap gegn grönnunum í Man. Utd.

City er nú með sextán stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimmtán stig eru eftir í pottinum hjá þeim. Man. Utd á þó leik til góða gegn WBA á morgun og getur minnkað muninn í þrettán stig. Nánast tímaspursmál hvenær City tryggir sér titilinn.

Tottenham er í fjórða sætinu með 67 stig. Chelsea er sjö stigum á eftir Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsætið en Tottenham er þremur stigum á eftir Liverpool í þriðja sætinu. Totttenham á þó leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira