Arsenal bíður enn eftir fyrsta útivallarstigi ársins

Einar Sigurvinsson skrifar
Rafa Benitez og Matt Ritchie.
Rafa Benitez og Matt Ritchie. Vísir/Getty
Newcastle hafði betur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikur fór fór fram á St James' Park, heimavelli Newcastle og lauk með 2-1 sigri heimamanna. Þetta var fjórði sigur Newcastle liðsins í röð en Arsenal er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn unnið sér inn stig á útivelli það sem af er ári.

Þetta var í fyrsta sinn sem Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette vorum báðir í byrjunarliði Arsenal en fyrsta mark leiksins var samstarfsverkefni þeirra tveggja. Shkodran Mustafi átti þá góða sendingi inn á Aubameyang sem kom boltanum fyrir markið á Lacazette sem skoraði og kom Arsenal í 1-0.

Á 29. mínútu jafnaði Newcastle leikinn þegar Ayoze Perez skoraði eftir fyrirgjöf frá DeAndre Yedlin. Það voru síðan lærisveinar Rafa Benitez sem náðu yfirhöndinni í leiknum þegar Matt Ritchie skoraði eftir klaufagang í vörn Arsenal.

Með sigrinum fer Newcastle upp í 41 stig í 10. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá Everton í 9. sætinu, en Newcastle hefur leikið einum leik færra.

Arsenal situr í 6. sæti deildarinnar og er komið með Jóhann Berg og félaga í Burnley fast á hæla sér. Burnley er aðeins tveimur stigum frá Arsenal í 7. sætinu en liðin munu mætast á Emirates vellinum í næsta mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira