Arsenal bíður enn eftir fyrsta útivallarstigi ársins

Einar Sigurvinsson skrifar
Rafa Benitez og Matt Ritchie.
Rafa Benitez og Matt Ritchie. Vísir/Getty

Newcastle hafði betur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikur fór fór fram á St James' Park, heimavelli Newcastle og lauk með 2-1 sigri heimamanna. Þetta var fjórði sigur Newcastle liðsins í röð en Arsenal er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn unnið sér inn stig á útivelli það sem af er ári.

Þetta var í fyrsta sinn sem Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette vorum báðir í byrjunarliði Arsenal en fyrsta mark leiksins var samstarfsverkefni þeirra tveggja. Shkodran Mustafi átti þá góða sendingi inn á Aubameyang sem kom boltanum fyrir markið á Lacazette sem skoraði og kom Arsenal í 1-0.

Á 29. mínútu jafnaði Newcastle leikinn þegar Ayoze Perez skoraði eftir fyrirgjöf frá DeAndre Yedlin. Það voru síðan lærisveinar Rafa Benitez sem náðu yfirhöndinni í leiknum þegar Matt Ritchie skoraði eftir klaufagang í vörn Arsenal.

Með sigrinum fer Newcastle upp í 41 stig í 10. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá Everton í 9. sætinu, en Newcastle hefur leikið einum leik færra.

Arsenal situr í 6. sæti deildarinnar og er komið með Jóhann Berg og félaga í Burnley fast á hæla sér. Burnley er aðeins tveimur stigum frá Arsenal í 7. sætinu en liðin munu mætast á Emirates vellinum í næsta mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.