Swansea og Everton skildu jöfn │ Úrslit dagsins

Einar Sigurvinsson skrifar
System.Threading.Tasks.Task`1[Microsoft.AspNetCore.Html.IHtmlContent]
Everton komst yfir rétt fyrir hálfleik með sjálfsmarki Kyle Naughton. Það var síðan Jordan Ayew sem tryggði Swansea eitt stig með marki á 71. mínútu.

Stigið er gríðarlega mikilvægt fyrir Swansea sem situr í 17. sæti deildarinnar með 33 stig, fimm stigum frá Southampton í 18. sætinu. Everton heldur 9. sæti deildarinnar með 42 stig.

Wilfried Zaha var hetja Crystal Palace þegar liðið hafði betur gegn Brighton. Leiknum lauk með 3-2 sigri Palace.

Það var strax á 5. mínútu leiksins sem Zaha skoraði fyrsta mark leiksins. Aðeins tíu mínútum síðar bætti James Tomkins við marki og kom Palace í 2-0.

Á 18. mínútu minnkaði Glenn Murray muninn fyrir Brighton, en aðeins sex mínútum seinna var Zaha aftur á ferðinni.

Jose Izquierdo var síðan á ferðinni fyrir Brighton á 34. mínútu og staðan orðin 3-2. Fleiri urðu mörkin ekki og fóru því stigin þrjú til Crystal Palace.

Palace fer með sigrinum í 16. sæti deildarinnar með 34 stig, sex stigum á undan fallsæti. Brigton er í 13. sætinu með 35 stig.

Huddersfield hafði betur gegn Watford, 1-0.

Markið skoraði Thomas Ince á síðustu mínútu leiksins.

Sigurinn gríðarlega mikilvægur fyrir Huddersfield sem fer upp í 14. sæti deildarinnar og 35 stig en liðið hafði ekki unnið síðust fimm leiki í röð. Watford situr í 12. sæti með 37 stig.

Miðstöðin: Enska úrvalsdeildin

Leikir dagsins